Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Fréttir/News

(13-03-2017)


Það er gaman að minnast á það hér að íslensk ræktaður shih tzu hundur náði þann árangri að verða BOS eða 2. besti hundur tegundar á Crufts sýningunni s.l. helgi. Artelino Mumins Adventure varð hlutskarpastur í rökkunum að þessu sinni og fékk hann fyrsta meistarastigið sitt. Sýndir voru 186 hundar, þarf af 102 rakkar. 
Eigandi er Carly Turner, ræktandi er Anja Björg Kristinsdóttir. Stjórn Shih Tzu deildar óskar eiganda og ræktanda innilegar hamingju óskir með árangurinn. Þökkum ljósmyndarann kærlega fyrir afnot af myndinni

Nánar ...

(26-08-2015)



(26-08-2015)





21. júní 2015 var stór sýning í Border Union, Bretlandi. Þar varð Iseldar Mango for Santosha BOS með CC.  51 Shih Tzu hundar voru sýndir dómari Yvonne Forbes. 

Á myndinni:  BOB,  BOS,  BÖT,  BLD, og BHvT.


Íslenskir Shih Tzu hundar á Crufts. (15-03-2015)

Á stærsta sýning í Bretland, Crufts sem haldinn var 5-8 Mars s.l voru tveir Shih Tzu hundar úr íslenskri ræktun sýndir.  Íseldar Mango var sýndur í Junior flokki en náði ekki sæti  ræktandi: Soffia K og Jóhann H. eigandi:  Susan & David Crossley, Santosha Kennels í Bretlandi og  Artelino Blackberry Fantasy,  ræktandi:  Anja Björg Kristinnsdóttir,  eigandi:  Gerda Hut, Hollandi. sem sýndur var í Limited Dog.  Messi eins og hann er kallaður vann flokkinn  sinn og keppti svo í Besti Hundur Tegundar en náði ekki sæti þar.  En Limited Dog er fyrir hundar sem hafa náð 2 meistarastigum eða unnið  sínum flokki allt að 7 sinnum. 

 

Artelino Blackberry Fantasy hér í 1 sæti í Limited Dog.

ljósm. Helga Þórðardóttir.

Nánar ...

(07-07-2014)


 
Á fyrstu sýningunni sinni á erlendri grund vann þessi litli gaur,  Íseldar Mango, sér inn rétt til að taka þátt á Crufts 2015.  Ekki slæmt það...


(19-12-2013)


Helgina 13.-15. desember stóð litli 4 1/2  mánaða hvolpurinn Artelino Blackberry Fantasy (Úlla-og Berthusonur) sig frábærlega vel á Amsterdam Winner sýningunni. Hann endaði sem BIS-2 hvolpur. Þetta er stærsta sýningin í Hollandi svo þarna voru mjög margir hvolpar sýndir svo þetta eru frábærar fréttir um hvolp frá litla landinu okkar. Við vorum svo heppnar að Margrét Veigarsdóttir var á staðnum og sendi okkur mynd sem hún tók og hefur leyft birtingu á.

Bestu kveðjur
Inga og Anja Björg


Eingreiðsla félagsmanna H.R.F.Í. (14-09-2013)

12.9.2013 13:51:39
Eingreiðsla félagsmanna

Á fjölmennum félagsfundi í Gerðubergi 11.sept 2013 var meðal annars tekið fyrir og samþykkt að fundurinn veitti stjórn HRFÍ umboð til að ganga til samninga við Íslandsbanka um skuldauppgjör á skuld sem hvílir á 2. veðrétti fasteignarinnar Síðumúla 15. 
Samkomulag er um að HRFÍ greiði 2,5 milljón kr. til Íslandsbanka og að þeirri fjárhæð verði varið til að greiða inn á skuldina gegn því að Íslandsbanki felli niður það sem eftir stendur, eða í dag um 8,2 milljón kr.
Fundurinn samþykkir jafnframt að allir félagsmenn greiði HRFÍ 1.700 kr. þannig að með samstilltu átaki safni félagsmenn þessum 2,5 milljón kr. sem nýttar verða til uppgjörs við Íslandsbanka. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka félagsmanna, en verða ekki sendir út á pappír. Gjalddagi verður 10. október 2013, eftir þann tíma verður ekki hægt að nýta sér þjónustu félagsins án þess að hafa greitt gjaldið. 
1.700 kr. gjald verður því lagt á árgjald 2014 hjá þeim félagsmönnum sem ekki greiða gjaldið á árinu 2013.
Á fundinum kom jafnframt fram að einhverjir félagsmenn vilja greiða hærri upphæð en styrkurinn hljóðar uppá og er það að sjálfsögðu vel þegið, reiknisnúmer söfnunarinnar er 515-26-700230. Kt: 680481-0249, vinsamlega merkið greiðsluna “styrkur”.

Nánar ...

(14-04-2013)



Nýjustu fréttir frá Tallin  14.04.2013

NJW Paradise Passion Jennifer Rose heldur áfram sigurgöngunni á erlendri grund í dag hlaut hun títlana TNW og TW. 
Ræktandi:  Jónína Elísabetardóttir og Elísabet Kristjánsdóttir
Eigandi:  Sama
Dómari: Jurate Butiene, Lithuania.

Til hamingju með nýju títlana Dúa og Dottý 

Nánar ...

(13-12-2012)


Komiði sælar allar.
 
Langaði að senda mynd/ir og fréttir af sýningaúrslitum frá NKK sýningu DOGS4ALL í Lilleström 25 nóvember s.l , En 72 Shih Tzu hundar voru skráðir.
 
Paradise Passion Jennifer Rose eins árs tík frá því í þessum mánuði og  Íslenskt ræktuð náði Junior titlinum sem þýðir: Norsk Junior winner 2012
 
Hún keppti við 8 Junior tíkur og fékk Exellent ,CK og kom í endann og keppti svo um bestu tík tegundar, en 33 tíkur voru skráðar.
 
Jennifer varð 3 best tík og fékk stóra meistarastigið ..En til þess að geta orðið Norskur Meistari í Noregi þarf alltaf 1 stigig af 3 stigum frá NKK sýningu og getur það verið ansi erfitt þegar svo margir taka þátt sem raun ber vitni.
 
Kveðja frá Dúu og Dottý í Noregi




Studlisti (01-05-2012)

Til stendur að hafa hér á síðunni lista yfir þá hunda sem eru falir til undaneldis.  Áhugasamir eru beðnir að að senda upplýsingar með Ættbókanúmer, árangur á sýningum og heilsufars skoðanir á stjórn@shihtzu.is. 

Nánar ...

(04-11-2011)



Fréttatilkynning frá Hundaræktarfélagi Íslands (12-08-2011)

Framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands vill koma á framfæri að félagið hefur ekki óskað eftir að banna hunda með sterka varnarhvöt, rottweiler- og dobermannhunda, eins og greint var frá í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst sl.  Hins vegar var fyrir nokkrum árum rætt innan félagsins bann við innflutningi á hundum sem taldir eru hættulegir og/eða með sterka varnarhvöt, í tengslum við nýtt skapgerðarmat sem MAST ætlaði að setja á sem skilyrði fyrir innflutningi á ákveðnum hundategundum.  Sú umræða var ekki í tengslum við nýlega árás hunds af rottweiler uppruna sem beit tólf ára stúlku í Innri-Njarðvík.  Sá hundur var ekki skráður hjá Hundaræktarfélagi Íslands. 

Við búum við þá staðreynd að allar hundategundir geta bitið og er það á ábyrgð hundaeigenda og ræktanda, að fyrirbyggja að slíkt slys geti átt sér stað. Hundaræktarfélag Íslands vinnur gegn þessari hættu meðal annars með heilsufarkröfum á ræktunardýr og einnig er boðið upp á skapgerðarmat.  Hvoru tveggja stuðlar að því að rækta undan heilbrigðum dýrum sem eru jafnframt góðir fulltrúar tegunda sinna.

Í sumar náði Hundaræktarfélag Íslands þeim gleðilega áfanga að gerast fullgildur meðlimur að FCI sem eru alþjóðasamtök hundaræktarfélaga.  Það er því ekki á framfæri Hundaræktarfélags Íslands að banna tegundir sem samþykktar eru af FCI. Öll reglusetning sem takmarkar eignarhald og innflutning ákveðinna dýra og hundategunda eru því í höndum stjórnvalda.

 

Valgerður Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri

Nánar ...

Hundadagur í Viðey (24-06-2011)

Þann 2.júlí verður svokallaður hundadagur haldinn í Viðey, en síðustu tvö ár

hefur
rekstraraðilinn í Viðey haldið hundadag þar sem hundaeigendur hafa komið með hunda
sína sem og aðrir gestir til að skoða og hefur þetta komið ágætlega út svo nú er um
að gera að stækka þetta svolítið og bjóða ykkur að koma og sýna ykkar tegund (
svipað og við gerum í garðheimum ).
Við erum að leita af ca 10 - 15 teg af hundum til að sýna og leyfa fólki að sjá
þessi yndislegu dýr sem því miður hafa ekki fengið nógu góða umfjöllun síðustu vikur en það er að sjálfsögðu okkar að bæta úr því.

Þetta er allveg frjáls dagur að öðru leyti en við erum að kynna þessa fögru eyju
fyrir fólki og náttúruna sem þar er.  Þar sem við höfum leyfi frá Menningar og
ferðamálasviði Reykjavíkurborgar til að vera með hunda í Viðey svo lengi sem fólk hefur þá í taumi og hirðir upp eftir hundinn sinn þá er þetta í lagi.
Í Viðeyjarstofu er kaffihús þar sem seldar eru gómsætar veitingar ásamt ís og fl,
svo er hægt að fara í göngu um eyjuna með hundana.

Við verðum með grindur sem hægt er að hafa hundana í en einnig myndum við bara vilja hafa þá hjá sínum eigendum og á vappi um svæðið.

Hundaþjálfari verður á staðnum fyrir þá sem eru styttra komnir og veitir leiðsögn.

Þeir sem hafa áhuga fá að sjálfsögðu frítt í ferjuna fyrir sig og hundinn :-)

Áhugasamir endilega hafið samband við undirritaðan.

Bestu kveðjur, / Best regards,
Guðlaugur Ottesen
Operating Manager - Viðey Tours
Rekstrarstjóri Viðeyjarferða
Mobile: (+354) 824 1076
E-mail: http://shihtzu.is/mail/src/compose.php?send_to=gulli%40elding.isgulli@elding.is>

Nánar ...

(21-03-2011)



(16-03-2011)

   

Best of Breed á Crufts 2011 var hin 10 mánaða gamla Santosha Thunderbolt, það sem meira er varð hann 4 BIG.  Það er langt síðan Shih Tzu hefur náð svo langt á þessa sýningu. Á þriðja þúsund hundar  voru sýndar í Utility Group þannig að það er ekki smá afrek að ná þessu árangri.
Best of Opposite Sex var CH Taisu She Rocks.  


Ljósm/Photo's: Kati Makela, Finland.

Nánar ...

(09-12-2010)

December 2010-12-09

Við augnskoðun Shih Tzu deildar 12-14 nóvember s.l. mættu alls 30 Shih Tzu sem er telst mjög góð mæting.   Staðfest var PRA í 2 dýr sem áður höfðu greinst, því til viðbótar voru 2 aðrir greindir svo og 2 hundar  með Vitreous degeneration,  sjúkdómur sem er oft samfara PRA.  Nánar má lesa um þennan sjúkdóm hér:
http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1463-5224.2010.00805.x/full

og
http://www.animal-eye-specialists.com/vitreous.htm


DNA test var tekið af alls 14 hundum.

Einnig má skoða skýslu í heild sinni sem Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS. Gerði varðandi augnskoðunina undir  „greinar“  hér á shihtzu.is.

In the eyetesting which the Shih Tzu club held on the 12-14th November a total og 30 Shih Tzu were tested.  PRA was confirmed in the 2 animals who had been diagnosed earlier this year, in addition two others were found to be affected and another 2 animals were found to have vitreous degeneration which is often a side disease to PRA.  More about this disease can be found at the following link:
http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1463-5224.2010.00805.x/full
and
http://www.animal-eye-specialists.com/vitreous.htm

A DNA test was taken from 14 dogs.

You can also see the complete findings of Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS. On this website under „articles“

Nánar ...

(18-11-2010)



DAGATAL SHIH TZU DEILDAR 2011
Dagatal Shih Tzu deildar er komið út fyrir árið 2011,
mikið af myndum, einnig eru atburðir deildarinnar 
merktir inn á dagatalið fyrir árið 2011.
Til að nálgast eintak hafðu þá samband við

Allý s: 695-2586
María s: 899-1816
Anja s: 868-7448 

  
     


(16-11-2010)


Augnskoðun á vegum deildarinnar fór fram helgina 13-14 nóvember s.l. alls    skráðu sig 75 hundar þar af 30 Shih Tzu hundar.
Deildin fékk til liðs við sig  Breska dýralæknirinn Ms. Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS.  Alls tók Lorna 14 DNA próf til frékari rannsoknar.  Nánar fréttir koma síðar.
 The clubs eye testing scheme was carried out during the weekend 13-14th Novemer.  A total of 75 dogs thereof 30 Shih Tzus were registered.  The British Vet Ms. Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS did the screening for our us.  A total of 14 DNA tests were taken for a closer look.  More news regarding the screening will be published at a later date.


Deildarfréttir sem áttu að birtast í Sám (31-08-2010)

Shih Tzu deild

 Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í deildinni  að undanförnu, í byrjun maí vorum við með toppa og flækju kvöld þar sem hundasnyrtar fóru fimum höndum um feld hunda og sýndu okkur hvernig best væri að ná flækjum úr Shih Tzu einnig hvernig setja á topp á mismunandi vegu hvort sem er hversdags eða sýningatopp.

Í maí stóð deildin fyrir kúkagöngu í Grafarvogi þar sem neikvæð umræða hafði átt sér í hverfisblaði þeirra.  Við fengum góða félaga úr Terríer, Papillon og Miniature Pincher til liðs við okkur og gengum við í rúma klukkustund og hreinsuðum stórt svæði.

Sýninga þjálfun var með hefðbundnum hætti fyrir júní sýninguna alls 3 skipti.

 Í byrjun júní var deildin með Opna sýningu (óopinber sýning) sem kynningarnefnd deildarinnar skipulögðu á einni viku (sem er hreint ótrúlegt) með miklum myndarbrag.  Var það hinn virti dómari Annukka Paloheimo sem dæmdi hundana, búin til var sérflokkur svo kallaður „Freestyle“ flokkur fyrir klippta hunda og er þetta í fyrsta skipti sem þeir eru sýndir hér á landi.  Þetta vakti lukku og verður örugglega gert aftur.  Sjá má úrslit á heimasíðu deildarinnar shihtzu.is  ásamt myndum af þeim 30 hundum sem sýndir voru.  Frekari upplýsingar um opnu sýninguna er á deildarsíðunni undir flipanum sýningar.  Gaman er að geta þess að þeir sem urðu hlutskörpust i Freestyle flokknum voru Gullroða Putzini og Gullroða Lucia mynd af þeim fylgir hér með

Síðan var komið að sumarsýningu HRFÍ sem gekk vel í alla staði og voru 19 hundar sýndir, dómari var Paul Stanton.  BOB var ISCH Santosha Angeldust og BOS var Ta Maria Beat The Fantasy sem einnig varð íslenskur meistari á sýningunni .

Augnskoðun var sömu helgi og sumarsýningin og urðum við Shih Tzu eigendur fyrir stóru áfalli þegar tveir hundar greindust með PRA.  Samkvæmt því sem Fin Boserup sérfræðingur í augnsjúkdómum hunda sagði þá er PRA að breiðast hratt út í tegundinni um allan heim.  Hefur stjórn deildarinnar unnið hörðum höndum við að komast í samband við ræktendur og Shih Tzu klúbba út um allan heim í þeim tilgangi að fá þá til að láta augnskoða hundana sína og fá sýni úr sýktum hundum þannig að hægt væri að gera DNA test fyrir tegundina.  Nú er þetta greint á efri árum hundana og þess vegna er mikilvægt að láta líka augnskoða eldri hunda.

 

Stjórnin

Nánar ...

Breyting á dómurum og dagskrá sýningar (25-08-2010)

Hjónin Colm Beattie og Rita McCarrie Beattie frá Írlandi hafa afboðað komu sína að dæma á Alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands næstkomandi helgi og hafa því 3 dómarar afboðað komu sína á næstu sýningu. Í stað Bo Skalin (Svíþjóð) kemur Juha Putkonen (Finnland) og í stað Colm Beattie og Rita McCarrie Beattie (Írland) koma Sigríður Pétursdóttir (Ísland) og Jean Lanning (Bretland).
 
Breytingar hafa því orðið á dómurum, hringjum og tímasetningum á sýningunni og biðjum við ykkur um að auglýsa vel nýja dagskrá sem er meðfylgjandi

smellið hér til að sjá nýja dagskránna:

The couple Colm Beattiie and Rita Mcarrie Beattie from Ireland have informed that they will not be able to judge at out International Kennel Club Dogshow next weekend.  In all 3 judges are unable to come.  In stead of Bo Skalin (Sweden) Juha Putkonen (Finland) will come and instead of Colm Beattie and Rita McCarrie Beattie (Ireland) there will be Ms. Sigridur Petursdottir (Iceland) and Jean Lanning (Great Britain).

Changes have therefore been made with judging, rings and times for the show, please pay attention to the new show schedule.

click here to see the new schedule

Nánar ...

Opin Sýning Shih Tzu deildar. (22-06-2010)

Þann 3 júní 2010, var haldin opin sýning fyrir Shih Tzu í Garðheimum. Dómari var Annukka Paloheimo frá Finnlandi.
Sýningin gekk frábærlega vel fyrir sig og voru 35 Shih Tzu hundar skráðir til leiks. Sér flokkur var fyrir klippta hunda, sem nefndist Freestyle flokkur, og er þetta fyrsta skipti sem boðið er upp á slíkan flokk hérlendis. Einnig var 12 ára gamall öldungur sýndur!
Hundar og eigendur áttu góða samverustund og var andrúmsloftið létt og skemmtilegt.
 
Úrslit voru sem hér segir;

Besti hvolpur tegundar og annar besti hundur sýningar Leone-Cane´s Primo
Besti hvolpur af gagnstæðu kyni Leone-Cane´s Bianca

Besti hundur tegundar og besti hundur sýningar Ta Maria Beat The Fantasy (Mika).
Besti hundur af gagnstæðu kyni Perluskins Endlessly Devoted (Monza)

Besti hundur tegundar (Freestyle) og þriðji besti hundur sýningar Gullroða Putzini (Óðinn)
Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni ISCH Gullroða Lucia (Suri)

Besti öldungur tegundar og fjórði besti hundur sýningar Íselda Ar-ven

ABK


PRA staðfest í Shih Tzu/PRA confirmed in the Shih Tzu (14-06-2010)

Við augnskoðun á nokkrum Shih Tzu hundum þann 5-6 júní s.l.  var staðfest PRA í tveimur þeirra.  

Shih Tzu deild HRFI er fyrsti Shih Tzu Klúbbur í heimi til þess að viðurkenna sjúkdóminn í tegundinni.  Síðan um helgina höfum við unnið hörðum höndum að því að fá aðra félaga í lið með okkur  um að láta augnskoða tegundina hjá sér.  Samkvæmt því sem Fin Boserup sérfræðingur í augnsjúkdómum hunda sagði um helgina er PRA að breiðast hratt út í tegundinni um allan heim.

 

Í framhaldi af þessu er nauðsynlegt fyrir okkur að fá heildarmynd af stofninum hér á landi.  Í samvinnu við Helgu Finnsdóttur dýralæknir stefnum við  að því að fá sér augnskoðunardag fyrir Shih Tzu hunda hér á landi við næstu augnskoðun HRFI sem væntanlega verður í nóvember.  Helga er einnig að vinna að því að fá Fin til að halda fræðslufyrirlestur í framhaldi af augnskoðuninni.

 

Stjórn deildarinnar hefur sett sig í samband við Optigen í Bandaríkjunum varðandi DNA próf fyrir tegundina.  Mun stjórn reyna að stefna að því að 15-20 blóðprufur verði sendar þeim svo hægt verði að vinna staðfest DNA próf fyrir tegundina.  Það er nauðsynlegt að fá þetta DNA próf svo unnt verði fyrir ræktendur að halda áfram sinni ræktun, örugg um að verið sé að rækta sjúkdómnum úr stofninum.   Lesa má um sjúkdómin undir flipanum hér á síðunni undir > tegundin>heilsufar

 

Compulsary eyetests were done last weekend on a few Shih Tzus, two were confirmed having PRA

The Icelandic Shih Tzu Club is the first Shih Tzu Club in the world to accept that this disease is in the breed.  Since last weekend we have been working hard to try and get other clubs to work with us

and have compulsary eyetests in their country for the breed.  With regards to what Fin Boserup Veterinary specialist in optical research the disease is spreading very fast in the breed around the world.

 

In connection with this it is important for us to know how the shih tzu breed stands in Iceland in co-operation with Vet. Dr. Helga Finnsdóttir we intend to have an eyetest day especially for the Shih Tzu around the same time as our November Show.  Helga is also going to ask Vet.Dr. Boserup  to he  hold a lecture about the disease after he has finished checking the extent of the disease in the breed, in Iceland.

 

The board has also been in contact with Optigen in the United states asking about DNA tests for our breed.  In partnership with them we will try to collect 15-20 bloodsamples and send them to them enabling them to find a  confirmed DNA test for the breed.  It is absoloutly necessary to have this DNA test to enable breeders to continue with their lines in confidence that they are breeding the disease out of their breeding stock.  You can read about the disease and how it is inherited on this website under > the breed > health 

Nánar ...

(13-06-2010)


06.06.10 Nýr Meistari, IsCh Ta Maria Beat the Fantasy
                New Champion IsCh Ta Maria Beat the Fantasy
rækt/breeder.: Anna & María Laaksonan
Eig/owner.: Anja Björg Kristinsdóttir

Til hamingju með árangurinn.
Congratulations, well done

Nánar ...

(27-05-2010)


 


Kúkagangan okkar fékk ágætis umfjöllun í Grafarvogsblaðinu smellið á myndina til að sjá greinina í heild sinni.  Við fengum góða félaga úr Terrierdeild ásamt Papillon og Miniature Pincher í lið okkur.
 Our sh.,... walk got some comments in the area newspaper "Grafarvogspaper" click on the picture to see the complete article.  Good comarades from the Terrier Club, Papillion and Miniature Pincher joined forces with us.

Nánar ...

(01-03-2010)

Ýmis afrek voru unnin á sýninguna núna um helgina,  við vorum með Shih Tzu sem náði 2 b.h.th. (Mika) Ta María Beat the Fantasy, en svo er annað sem frékar lítið fór fyrir,  hun Helga Þöll okkar og Fantasía hjá Íseldar (Ronja) náði 2 sæti í ungir sýnendur, rosalega flott hjá henni sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hun hefur aðeins tekið þátt 2 sinnum.   Til hamingju Helga Þöll, svo flott hjá þér.
Annan Besti Hvolpur Dagsins 4-6 mánaða varð Leone Cane´s Primo, og svo síðast en ekki síðst fengum við eitt meistara í viðbót Is.M. Santosha Angeldust (Mayday) hun varð meistari á þessari sýningu.
We had a few achievements at the show this weekend.  The 2nd best in Group was Ta María Beat the Fantasy (Mika) who was shown by his breeder.  Then another win which wasn´t as much in the limelite our Helga Þöll and Fantasia at Íseldar (Ronja) received 2nd prize in junior handling, which is really an achievement for her especially when taken into account that she has only entered 2 times before. Congratulations Helga Þöll.  The second best puppy of the day (Saturday) was Leone Carne´s Primo, and last but certainly not least we got another Champion.  Icelandic Champion Santosha Angeldust received her 3rd CC at the show and gained the title Is.M./ ISCh.
sk

Nánar ...

Ræktunarkröfur/breeding regulations (18-02-2010)


Á stjórnarfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 10. febrúar samþykkti stjórn eftirfarandi heilbrigðiskröfur fyrir shih tzu hunda:

 

Shih tzu

Augnvottorð: Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun.(Gildir frá 1. júní 2010).


At the request of the Icelandic Shih Tzu Club, the following breeding regulation was agreed at a meeting of the Kennel Club committee on the 10th February:

Shih Tzu:

Eyetest:  The certificate must not be older than 13 months before mating. (Valid from 1st June 2010)

sk


Ræktunarkröfur (31-01-2010)

Að gefnu tilfelli hefur stjórn Shih Tzu deildar farið fram á að eftirfarandi kröfur verði gerðar til undaneldisdýr fyrir pörun

Undaneldisdýr verði augnskoðuð með tilliti til PRA. Vottorð ekki eldri en 13
mánaða niðurstöður skulu vera til staðar fyrir pörun. Óheimilt er að para
hund sem greinst hefur  með PRA. Greinist hundur með PRA fást hvolpar undan
honum ekki skráðir í ættbók.

Ákvörðun þessi var tekin á síðasta stjórnarfundi Shih Tzu Deildar þann
10.01.2010
sk


Stigahæsti hundur 2009 (02-12-2009)

Á Haustfagnaði Shih Tzu deildar var stigahæsti hundur 2009 heiðraður.  Var það Danilos Passion O' the game sem vann þennan titil með yfirburðum.

Óskum við eiganda hans Jónína Elísabetardóttir og ræktanda Gören Krane Olesen innilega til hamingju með þennan árangur.


(05-10-2009)

2 nýjir Íslenskir Meistarar.

Á sýningunni núna um helgina fengu Gullroða Lucia og Danilos Passion O'the Game 3 meistara stígið.  Núna er bara að sækja um meistaraskjalið.  Viljum við óska eigendur þeirra innilegar hamingju óskir með þennan áfanga.
sk


(09-09-2009)



                                                             







Þessi myndarlegi rakki kom til landsins í gær frá Spoven's Kennel í Svíþjóð,  hann heitir Spoven's Score Keeper og er kallaður Kim. Hinn lukkulegi eigandi heitir Guðrún Jóhannsdóttir, óskum við henni til hamingju og hlökkum til að sjá þau á sýningum H.R.F.Í.
sk

 


(09-09-2009)

TREX - Hópferðamiðstöð bíður hundagönguhópum akstur tví- og fjórfætlinga.
 
Hafið samband við okkur og leitið tilboða ef þið hyggist fara í hópgöngur.
Þær upplýsingar sem við þurfum að fá, til að geta gefið tilboð, er áfangastaður/-staðir; kannski ósk um akstursleið ef fleiri en ein koma til greina; tímalengd ferðar og fjölda bæði fólks og hunda ásamt tegundar hunda vegna stærðar.
 
Auðvitað gerum við ráð fyrir að þátttakendur hafi góða stjórn á sínum hundum, geri sitt besta til að halda óþrifnaði í lágmarki og sýni öllu samferðarfólki/-hundum tillitssemi.
 
Með kveðju,
Halldóra Kristjánsdóttir
 
TREX
Travel Experiences
 
Hesthálsi 10, 110 Reykjavík
sími: 587 6000   -   myndsími 567 4969


Afmælissýning (15-07-2009)

Afmælissýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram dagana 22. og 23. ágúst 2009 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.  Í tilefni af 40 ára afmæli félagsins verður staðið fyrir tveimur aðskildum sýningum.  Félagsmenn geta skráð hunda sína eingöngu á laugardag eða sunnudag eða báða daga.  Ef valið er að sýna hund báða daga er veittur 50% afsláttur af seinni skráningu hundsins (t.d. 4.500 + 2.250 = kr. 6.750,-).  Skrái sami eigandi fleiri en tvo hunda á fullu verði (kr. 4.500,-) er gefinn helmingsafsláttur af skráningargjaldi þriðja, fjórða...o.s.frv.

Skráningafresti lýkur sunnudaginn 26. júlí 2009.

Skráning á sýninguna fer fram í gegnum öruggan vefþjón, smelltu hér.

Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu HRFÍ, www.hrfi.is.
sk


(30-06-2009)

29.06.2009 - 5 hvolpar fæddir hjá Perluskíns ræktun sjá nánar undir flipanum Gagnagrunnur / got tilkynningar
sk


(22-06-2009)


21.06.2009 - 7 hvolpar fæddir hjá Perluskíns ræktun sjá nánar undir flipanum Gagnagrunnur / got tilkynningar
sk


(00-00-0000)

 


Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.