Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Nýjar sýningarreglur

 

 Tilkynning frá sýningastjórn HRFÍ

 

Tvær breytingar á sýningareglum taka gildi 1. janúar 2009. Þær eru eftirfarandi:

 

II. kafli, Sýningaskilmálar, 2. gr, fyrri mgr, breytist þannig, að í stað þess að kveða á um að sýnandi hunds verði að vera fullra 13 ára, skal hann að lágmarki verða 13. ára á árinu. Fer þá saman aldurslágmark sýnenda og eldri hóps ungra sýnenda, sbr. ákvæði XII kafla um unga sýnendur: "Aldurslágmark sýnanda hunds skal vera 13. ára (ártal gildir). Í dómi skal sýninganúmer hunds vera skýrt á hægri hlið sýnanda."

 

XIV. kafli, Einkunna- og verðlaunaborðar, borðar fyrir einkunnir Excellent, Very Good, Good og Sufficient, breytast þannig að einn litur verður fyrir hverja einkunn:

Excellent / 1. sæti: rauður borði

Very Good / 2. sæti: blár borði

Good / 3. sæti: gulur borði

Sufficient / 4. sæti: grænn borði.

 

Samræming á sýningareglum hundaræktarfélaga Norðurlandanna er nú í fullum gangi og gera má ráð fyrir frekari breytingum á reglum okkar þegar henni lýkur. Ekki er þó gert ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum á núverandi sýningakerfi. Þess má geta, að aðrar Norðurlandaþjóðir hyggjast taka upp FCI-einkunnir (Excellent, Very Good osfmv.) og haga borðalitum þannig að einn litur sé fyrir hverja einkunn.

 

Þá hefur sýninganefnd, í samstarfi við stjórn HRFÍ, ákveðið að draga saman seglin í kostnaði við sýningar og hætta að veita hvítar og bláar rósettur fyrir alþjóðlegt meistarastig annars vegar og BHT II sæti hins vegar. Þess í stað verður hægt að kaupa rósetturnar á kostnaðarverði á bás HRFÍ á sýningum eða á skrifstofu félagsins, eftir sýningar, gegn framvísun umsagnarblaðs. Eftir sem áður verða veittar rósettur fyrir besta hund tegundar og í úrslitum sýningar.

 

Í öðrum fréttum má nefna, að þann 1. janúar 2009 taka í gildi nýjar reglur hjá aþjóðasamtökum hundaræktarfélaga, FCI, um aþjóðlegan sýningameistaratitil (C.I.E) fyrir þau hundakyn sem sett eru undir vinnupróf í FCI Breeds Nomenclature. Til að eiga kost á þessum nýja titli, þurfa hundar af viðkomandi kynjum að hafa hlotið fjögur aþjóðleg meistarastig (CACIB) í a.m.k. þremur löndum og undir þremur dómurum. Eitt ár og einn dagur þarf að lágmarki að líða á milli fyrsta og síðasta stigs. Stjórn HRFÍ hefur sótt um að fá sömu undanþágu vegna þessa titils og það hefur vegna IntCh titils; þ.e. að íslenskir hundar geti safnað stigunum hér á Íslandi, en frá þremur dómurum sem koma frá amk. þremur mismunandi löndum. FCI hefur einnig óskað eftir því að skammstafanir fyrir titla verði samræmdar á eftirfarandi hátt: C.I.B. (Alþjóðlegur fegurðarmeistari) - samsvarar núverandi INTCH / INTUCH skammstöfun C.I.T. (Alþjóðlegur vinnumeistari) C.I.E. (Alþjóðlegur sýningameistari) - nýi titillinn, sbr. að ofan.

 

 

 

 
Með kærri kveðju,
 
Valgerður Júlíusdóttir
________________________________
Hundaræktarfélag Íslands
Icelandic Kennel Club 
Síðumúla 15, 108 Reykjavík
Sími: 588 5255 | GSM: 820 6993| Fax: 588 5269

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.