Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Umhirða Shih Tzu

 

Fætur:

Það vex mikið hár á milli þófanna á Shih Tzu hundum.  Ef ekki er klippt reglulega getur  myndast mikill flóki sem verður að hárkúlum sem þrýsta tánum í sundur.  Smásteinar og allskonar rusl safnast svo í þetta og verður til þess að  mjög erfitt verður fyrir hann að ganga.  Það er auðvelt að klippa hárin þetta með skæri  eða rafmagnsrakvél.   Auðvelt er að klippa neglur,  þú getur beðið dýralæknir, hundasnyrtir eða ræktandinn þinn að sýna þér hvernig á að gera þetta.  Enn varastu að klippa í kvikuna, það getur verið sársaukafullt fyrir hundinn og nánast öruggt að samvinnan verði ekki eins góð næst þegar þú vilt klippa neglurnar.  Gæta þarf sérstaklega að svörtum nöglum þar sem þú sérð ekki kvikuna. Ef svo oheppilega skildi til að klippt er í kvikuna er gott að hafa hjá sér duft til að stoppa blæðingar, það fæst hjá flestum dýralæknum og í gæludýraverslanir.  Neglur hvolps vaxa mjög hratt, oft er betra að nota naglaklippur eða lítill barnaskæri þegar neglur eru klipptar á litlum hvolpi.  Gleymdu svo ekki að gæta að ulfaklóna.  Þau eru fljót að vaxa hringinn og inní þófann.  Úlfaklær á afturfótunum (ef þeir eru til staðar) vilja gjarnan vaxa þannig.  Kínverjar þótti þau vera happamerki, en eru ekki sérlega happasæl  fyrir aumingja hundinn sem hefur þau.

Eyru:

Ef það vex mikið hár í eyru hundsins þins er nauðsynlegt að plokka það úr, það minnkar líkur á eyrnabólgur þegar loftar vel um eyrað.  Þú getur notað puttana eða plokkara.  Smávegis eyrnapúður á puttana eða hárin bætir gripið til muna og þá finna hundarnir minna fyrir þessu. Til að minnka óþægindin er best að taka bara nokkur hár í einu.  Ekki pota niður eyrað, taktu bara það sem þú sérð.  Ef þú ferð til hundasnyrti fylgstu með að hann  gerir þetta.  Ef hundurinn þinn framleiðir mikila eyrnamerg getur þetta hjálpað við að halda eyrunum hreinum því ekkert hár er fyrir mergurinn að festast í.  Einnig eru til mjög goð eyrnahreinsi vökvar hjá dýralæknum og gæludýraverslunum, þá er oftast sett nokkrir dropar í eyrnagöngin og hundurinn látin hrista höfuðið, við það leysist eyrarmergurinn og hægt er að þurrka það úr með baðmullarskífu gott er að gera þetta a.m.k. einu sinni í mánuði.

 

Tennur:

Gott er að venja hundum við að farið sé yfir tennurnar reglulega annaðhvort með tannbursta eða þar til gerða tannhreinsiklútar nauðsynlegt er að örva blóðrásina í góm Shih Tzu hunda vegna hvernig þeir eru myntir þ.e. með skúffu, þess vegna er litið áreiti sem neðri góminn fær til að styrkja tannholdið.  Shih Tzu hefur mjög stuttar rætur á tennurnar þess vegna á þetta að með í daglegri umhirðu eða amk einu sinni í viku.

Shih Tzu News UK. sk 
 







 

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.