Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Shih Tzu í Agility

 

Ég og hundarnir mínir



Ég heiti Helga Þöll og er 11 ára. Ég hef umgengist dýr frá því að ég man eftir mér. Hundar eru í sérstöku uppáhaldi því að alltaf þegar ég þarf á vini að halda þá er hundurinn til staðar, maður verður aldrei einmanna.

 

Ronja, sem er ein af mínum bestu vinum, er af tegundinni shih-tzu, hún er 3ja ára. Þegar við Ronja byrjuðum í hundafimi var hún alger púki og hún var líka viss um að hún væri foringinn minn. Þá var hún bara rétt tæplega ársgömul. Eftir aðeins stuttan tíma í hundafimi var hún farinn að horfa á mig sem foringjan og við höfðum báðar mjög gaman af æfingunum.

 

Þegar Ronja var ný orðin eins árs og ég var níu ára tókum við þátt í okkar fyrsta hundafimimóti sem var Íslandsmeistaramót. Það gekk vonum framar og enduðum við sem sigurverarar í yngri hópi. Það var auðvitað gríðarleg hvatning fyrir mig til að halda áfram í hundafimi. Hinn hundurinn minn heitir Húgó hann er 9 ára gamall og þrautþjálfaður veiðihundur. Ég hef einnig prófað að vera með hann í hundafimi með mjög skemmtilegum árangri.

 

Um hundafimi

Hundafimi var fyrst sýnd á Crufts árið 1978 og var gerð eftir fyrirmynd hindrunarstökks fyrir hesta. Þar vakti hún mikla athygli og aðeins tveimur árum síðar var breski kennel klúbburinn búinn að móta reglur og halda fyrstu stóru hundafimi keppnina. Nú er hundafimin fjölmennasta hundaíþrótt í heimi.

 

Hundafimi er mjög skemmtileg bæði fyrir hunda og stjórnanda, þetta er leikur sem byggir á samstarfi með eiganda og hundi og er frábær íþrótt til að stunda með hundunum sínum. Í hundafimi stýrir stjórnandinn hundinum sínum í gegnum þautabraut með ýmsum tækjum. Eitt tækið er brú en þar geta hundar orðið lofthræddir en þegar lengra er komið þá er þetta orðið hið skemmtilegasta tæki. Í brúnni læra hundarnir að halda jafnvægi. Annað tæki er t.d. dekk og þar hoppar hundurinn í gegnum gatið á dekkinu. Síðan höfum við sem hundurinn þarf að hlaupa í gegnum, en í þessu tæki þarf hundurinn að treysta eigandanum vel vegna þess að stundum sér hann ekki í hitt opið. Þá höfum við einnig hopp sem stillt er í mismunandi hæðir eftir stærð hundsins. Í hoppinu reynir hundurinn stundum að fara undir skaftið en ekki yfir það. Fleiri tæki eru til s.s. borð, poki, A, vef, langstökk og vegasalt, svo eitthvað sé nefnt.

 

Það er alveg bannað að skamma hund í hundafimi. Þar er áherslan fyrst og fremst lögð á það að þetta sé skemmtilegur leikur sem byggður er upp á jákvæðan hátt. Stjórnendur og hundar geta verið á öllum aldri. Hundafimi er fyrir allar stærðir og gerðir hunda og það þarf ekki að vera með hreinræktaða hunda í hundafimi, öfugt við hundasýningar þar sem hundar þurfa að vera ættbókarfærðir. Hundafimi er skipt í hópa þ.e. unglingatíma, námskeið og opna tíma. Ég mæli svo sannarlega með hundafimi fyrir alla krakka sem vilja ná betra sambandi við hundinn sinn í gegnum skemmtilegan leik.

 

Hvernig keppnin fer fram

Dómari stillir upp tækjunum og ákveður brautina. Keppendur fara í brautarskoðun fyrir keppni. Þegar keppnin fer fram er aðeins einn hundur og stjórnandi hans í brautinni hverju sinni. Hundurinn má ekki hafa neitt á sér og stjórnandinn má ekki hafa neitt í höndunum, hann má heldur ekki snerta hundinn né tækin í brautinni. Stjórnandi notar því rödd og og líkamstjáningu s.s. klapp eða aðrar hreyfingar til að stjórna hundinum. Í keppni þarf hundurinn að komast í gegnum brautina sem hraðast og réttast.

 

Meðfylgjandi myndir eru teknar á smáhundadögum í Garðheimum þar sem var haldin hundafimisýning þá var Ronja orðin 3ja ára gömul.

Nánar má lesa um hundafimi áwww.hundafimi.is

Myndir af Helgu og Ronju má sjá í myndasafni deildarinnar  hér á síðunni.

sk
 

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.