Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Fundagerðir

(15-04-2011)

 

                                                                                                                   

Skýrslu stjórnar starfsárið 2010-2011


Á síðasta aðalfundi var kosið í nefndir þ.e.  göngunefnd, skemmtinefnd og kynninganefnd.

Keyptur var farandgripur  fyrir stigahæsta hund ársins og létum við smíða stall úr gegnheilli hnotu til að setja undir gripinn.  Fór gripurinn til stigahæsta hunds ársins 2009.  Isl. M. Danilos Passion of the game.

Toppakvöld var haldið í  april þar voru Margrét Kjartansdóttir, Stella Sif og Anja okkur til halds og trausts í að kenna bæði viðhalds og sýninga  toppa. 

Sýningarþjálfun hefur að venju verið haldinn fyrir allar sýningar félagsins. Hvetjum ræktendur og aðra félaga innan deildarinnar  til að benda á þessa þjalfanir.   Því þetta er það sem betur mætti fara til að efla félagsmenn deildarinnar  í að mæta þar sem þetta er eina reglulega fjáröflunin sem við höfum, og gerir okkur kleift að kaupa verðlaunagripi og greiða reikninga sem okkur berast, o.þ.h. fyrir deildina.

Vegna ummæla í Grafarvogsblaðinu um sóðaskap af völdum hunda í maí s.l.  efndum við til kúkagöngu  og buðum öðrum deildum  að vera með,  þetta var nokkuð vel sótt og vakti athygli, einnig gátum við sýnt fram á það að sóðaskapurinn undan hundunum var alls ekki eins mikill og af er látið.  Árangurinn  kom í blöðunum.

Deildin eignaðist 2 nýja meistara á árinu,  Is Ch. Santosha Angeldust  í febrúar s.l. og Ta María Beat the Fantasy s.l. sumar.  Samfara sumarsýningu félagsins undirbjó  kynningarnefnd deildarinnar óopinbera sýningu í Garðheimum og fengu finnska dómarann  Annukka Palheimo til að dæma fyrir okkur.  Þetta var mjög skemmtileg uppákoma og var gaman að sjá hvað það voru mikið af klipptum hundum sem voru í Freestyle flokknum.  Þetta mætti endurtaka reglulega og þá ættum við að fá reyndar ræktendur hérlendis til að dæma fyrir okkur, því ekki er þörf á að hafa löggiltan dómara fyrir óopinbera sýningu.

Augnskoðun var sömu helgi og sumarsýningin og urðum við Shih Tzu eigendur fyrir stóru áfalli þegar tveir hundar greindust með PRA, Helga Finnsdóttir dýralæknir hélt fyrir okkur fræðslufund á skrifstofufélagsins, þar sem allir sem viltu gátu fengið svör við spurningum sínum um þennan sjúkdóm.  í framhaldi af því  eða í nóvember, fékk deildin  breska dýralæknirinn Ms. Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS.   til að koma augnskoða  og jafnframt   taka DNA sýni ef þess þyrfti með til frekari rannsóknar.  Síðan á að reyna að útbúa DNA próf fyrir sjúkdóminn í Shih Tzu.   Enn urðum við fyrir áfalli þegar tveir til viðbótar greindust með PRA og aðrir tveir með Vitreal Degeneration.  Þegar á heildina er litið er um 80 % af stofninum núna í  ræktunarbanni  eða með ræktunarhömlur.   Alls tók Lorna 14 DNA próf.   Stjórn hefur eytt miklum tíma í að fá önnur lönd til samstarfs við sig varðandi augnskoðun á tegundinni,   undirtektir hafa verið mjög dræmar  frá öllum löndum nema Bretlandi.  Ekkert hefur  heyrst frá forystu  Finnska Shih Tzu klúbbsins, þá segja svíar og danir að  það sé ekkert  vandamál hjá þeim og Noregur vill fá að fylgjast með.  Okkur hefur borið vitneskja um að Finnski KC ætli að standa fyrir 3 augnskoðunum en shih tzu er ekki skildugur til að mæta. Klúbbarnir 5 í Bretland ætla að halda sameiginleg fund núna í apríl varðandi þetta, og fáum vonandi meiri  fréttir þaðan þegar fundurinn er afstaðinn.    Stjórn vill endilegja ráðleggja þeim er hyggja á innflutning dýra  til landsins að þeir flytji ekki inn hund nema báðir foreldrar séu augnskoðaðir.

Í ágúst 2010 leituðu Mjóhunda, Smáhunda, Terrier og Yorkshire Terrier deild eftir samstarfi  með Shih Tzu deild um 5 deilda sýningu sem haldin er núna í apríl.

Í september var  hundanuddarinn með meiru Nanna Zophaniusdóttir fengin til að kenna okkur að láta vel að hundunum okkar og nudda þau bak og fyrir.  Þetta framtak vakti mikla ánægju hjá hundum og hundaeigendum.  Í nóvember var svo aftur haldið toppakvöld sem var opið öllum sem vildu koma.

Kynningarnefnd gáfu út dagatal með  myndum af íslenskum Shih tzu hundum sem  tilheyra deildinni og var það selt á vægu verði.

Jólaball deildarinnar var haldið milli jóla og nýárs í húsnæði Gæludýra.is.

Við byrjuðum  árið 2011 á fræðslukvöldi  á skrifstofu félagsins, þar sem Brynja Tómer fór yfir ræktunarmarkmið fyrir Shih Tzu með útskýringum og svaraði í framhaldi spurningum sem fram komu.  Þetta var vel sótt og vondandi getum við haldið samkonar kvöld aftur.

Stigahæsti  hundur ársins 2010 var heiðraður í mars og var það Is.Ch. Ta Maria Beat the Fantasy sem var hlutskarpastur að þessu sinni.      

Samfara augnskoðun sem  var haldin á vegum félagsins í mars s.l. var fyrirlestur um  augnsjúkdóma  sem Finn Boserup  og Susanne Kaarshol  sérfræðingar í augnsjúkdómum  stóðu fyrir.  Finn var spurður hvað hann myndi ráðleggja varðandi áframhaldandi ræktun hér á landi miðað við að megnið af stofninum hér er undir einhverkonar ræktunar hömlum, og að ekki sé hægt að flytja hunda  inn til landsins með þeirri vissu um að hann beri ekki með sér augnsjúkdóma.

12 hundar voru augnskoðaðir í Júní,  31 voru augnskoðaðir  í augnskoðunina sem deildin stóð fyrir, 1 í nóvember eða samtals 44 hundar alls.

Alls voru 5 got  skráðir á árinu eða samtals 15 hvolpar. 

2  innfluttir hundar voru skráðir  á árinu þ.e. Spóvens Score Keeper  sem fluttur var inn á árinu 2009 og Zyss Ghosthunter sem var fluttur inn seinni part 2010.

Í ár eru 3 sæti í stjórn laus þ.e. Soffia Kwaszenko sem hér talar og hefur starfað sem formaður deilarinnar,  Susanna Antonsdóttir sem hefur starfað sem gjaldkeri deildarinnar og Málfríður Baldvinsdóttir meðstjórnandi.   Árið hefur í heild sinni verið mjög viðburðarrík og mjög mikið af leiðinlegum sem skemmtilegum málum sem hafa verið í eldlínunni.  Það er ósk okkar að þeir er kunna að gefa kost á sér til stjórnarstarfa og hljóti kosningu  vegni vel og haldi áfram að vinna í því sem liggur fyrir.

 

Stjórn.


SK

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.