Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Fundagerðir

Ársfundur Shih Tzu deildar HRFI 17. Mars 2010 (08-04-2010)

 

Fundargerð

Dagskrá fundarins:

1.       Skýrsla stjórnar

  2.       Kosning stjórnar

   3.       Kosning í nefndir
                 4.    Önnur Mál                              



Soffía Kwaszenko, formaður deildarinnar setti fundinn og byrjaði á því að tilnefna Elvar Jósteinsson fundarstjóra, það var samþykkt einróma.

1.       Soffía flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2009 og voru engar athugasemdir gerðar við skýrsluna.

 

2.       Kosning stjórnar.  2 sæti voru laus eitt sæti varamanns og eitt sæti aðalmanns, þær Karlotta Pálmadóttir og Aðalsteina Gísladóttir sögðu sínum sætum lausum. Aðalsteina gaf kost á sér áfram í varastjórn en Karlotta gaf ekki kost á sér áfram.  Frambjóðendur gáfu ýmist kost á sér í aðalstjórn eða varastjórn, því var kosið þannig. 

Fyrst var kosið um þá aðila sem vildu gefa kost á sér í  aðalstjórn.

Í framboði voru: Anja Kristinsdóttir, Helga Magnea Birkisdóttir og Helga Þórðardóttir.

Atkvæði féllu þannig: Helga Þ hlaut 9 atkvæði, Helga Magnea hlaut 6 atkvæði og Anja hlaut 5 atkvæði.

Síðan var kosið um þá sem gáfu kost á sér í  varastjórn.

Í framboði voru:  Aðalsteina Gísladóttir, Helga Magnea Birkisdóttir og Úrsúla Jónasdóttir, en Úrsúla dró framboð sitt til baka skömmu fyrir kosningu. 

Atkvæði féllu þannig: Helga Magnea hlaut 13 atkvæði en Aðalsteina hlaut 7 atkvæði.

 

3.       Þannig að starfsárið 2010 skipa stjórn: Helga Magnea Birkisdóttir , Helga Þórðardóttir, Málfríður Baldvinsdóttir, Soffía Kwaszenko og Súsanna Antonsdóttir.

Skv. reglum HRFI síðan 10. mars 2010 verða framvegis 5 stjórnarmenn sem skipta með sér verkum þannig að það verður: formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur og mun stjórn skipa með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

 

4.       Kosning nefnda:

Göngunefnd:  Þar sátu Ingibjörg Jafetsdóttir og Helga Magnea Birkisdóttir.  Þær gáfu kost á sér áfram, Jónína Elísabetardóttir gaf einnig kost á sér og verða þær 3 í göngunefnd.

Skemmtinefnd:  Karlotta Pálmadóttir og Jóhanna Laufdal  gáfu kost á sér og lofa skemmtilegu ári. 

Bása/sýninganefnd:  Erfiðlega gekk að fá fólk í þessa nefnd en Elísabet Kristjánsdóttir gaf kost á sér með von um að félagsmenn verði duglegir að vinna með henni, sem þeir lofuðu á fundinum og verðum við að standa við það.

 

5.       Önnur mál:

Fjörugar umræður voru undir liðnum önnur  mál og komu margar frábærar hugmyndir fram m.a. kom hugmynd frá Maríu Þórsdóttur  um að stofna nefnd til að sjá um ýmis mál tengd fjáröflun fyrir deildina t.d. gefa út dagadal og sinna ýmsum markaðsmálum,  nefndin var stofnuð og  gáfu kost á sér Anja Kristjánsdóttir, Aðalsteina Gísladóttir og María Þórsdóttir, ákveðið var að kalla þessa nefnd Kynninganefnd .  Einnig kom fram hugmynd um að hafa ritstjóra heimasíðu og var bent á Önju Kristinsdóttur  í það verkefni, engar undirtektir voru þannig að það var ekki rætt nánar.  Rætt var um að halda svokallaða Freestyle sýningu þ.e. fá dómara til að koma  og dæma fyrir okkur og leyfa m.a.  klipptum hundum að vera með á sýningunni.  Þetta fékk frábærar undirtektir og vonandi verður hægt að gera þetta í framtíðinni.  Rætt var um að reyna að fá leigt húsnæði þannig að hægt væri að hittast t.d. einu sinni eða jafnvel tvisvar í mánuði með hundana innanhúss og vera með ýmislegt í gangi svo sem umhverfisþjálfun, hundafimi, fyrirlestra  auk sýningaþjálfunar.  Stjórn mun fara strax í það að kanna möguleika á húsnæði og byrja á því að tala við Sóleyju Möller í því sambandi.

Fundurinn fór í alla staði vel fram og mættu 22 á fundinn sem er mikil aukning frá því árinu áður.

Því miður gat einn fundarmaður ekki kosið á fundinum þar sem viðkomandi var ekki skráður í deildina og skv. reglum HRFI á kjörgengi á deildarfundum sá sem skráður er eigandi hunds af tegundinni, skráður er í deildina og er skuldlaus við félagið.

 

Stjórnin.


SA

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.